fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Sigurbjörn rifjar upp hræðilegt sumar: ,,Hvað í fjandanum er þetta maður?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurbjörn Hreiðarsson, hann er litríkur karakter sem á ansi merkilegan feril, hann lék alla tíð í meistaraflokki með Val, fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Sigurbjörn upplifði ótrúlega tíma með Val, bæði góða og slæma.

Sigurbjörn var hluti af liði Vals árið 2001 er liðið féll úr Símadeildinni eða efstu deild í fyrsta skiptið.

Valur er besta lið landsins í dag en var í mikilli lægð á þessum tíma og voru erfiðleikar innan sem utan vallar.

Sigurbjörn viðurkennir að það hafi verið erfitt að kyngja þessu falli en hann var svo sjálfur farinn í atvinnumennsku stuttu seinna.

,,Það var ömurlegt. Þetta var geysilega ömurlegt, að fara niður,“ sagði Sigurbjörn.

,,Maður hugsaði bara: ‘á maður þátt í þessu bulli maður. Hvað í fjandanum er þetta maður!’

,,Þetta var ekki gott en eins og ég segi þá voru mikið af breytingum í liðinu ár eftir ár. Það voru erfiðleikar í klúbbnum.“

,,Fótboltahliðin karla megin, það var ládeyða. Það er bara eins og það er. Við sluppum í nokkur tímabil en svo kom þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Í gær

Þungt högg í maga Tottenham

Þungt högg í maga Tottenham