fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Sigurbjörn var eini Dalvíkingurinn sem sleppti þessu: ,,Ég var skíthræddur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2019 07:00

Sigurbjörn Hreiðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurbjörn Hreiðarsson, hann er litríkur karakter sem á ansi merkilegan feril, hann lék alla tíð í meistaraflokki með Val, fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Sigurbjörn upplifði ótrúlega tíma með Val, bæði góða og slæma.

Sigurbjörn segist vera líklega eini Dalvíkingurinn sem stundaði ekki skíði á sínum yngri árum.

Hann var mikið í íþróttum sem krakki og æfði blak, frjálsar íþróttir, handbolta, borðtennis og fótbolta.

Sigurbjörn viðurkennir þó að hann hafi látið skíðin vera en hann var hræddur um meiðsli sem gætu haft slæm áhrif á lappirnar.

,,Ég var skíthræddur um fæturnar þannig ég var eini Dalvíkingurinn sem ákvað að sleppa skíðunum!“ sagði Sigurbjörn léttur.

,,Ég fór ekki neitt í fjallið, mér var umhugað um heilsuna og það er bara á seinni árunum sem ég er orðinn skíðamaður.“

,,Það voru allir á skíðum, frábærar aðstöður til að vera góður skíðamaður en ég fókusaði ekki á það.“

,,Það var æft allt þarna, maður æfði frjálsar, handbolta, blak, borðtennis, maður var öflugur borðtennisleikmaður!“

,,Maður var fantaöflugur í því og bara í þessu öllu sem var. Þetta var bara þannig að það var blakæfing, frjálsíþróttaæfing og svo fótboltaæfing. Svona rúllaði þetta út vikuna og maður tók þetta allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Í gær

Þungt högg í maga Tottenham

Þungt högg í maga Tottenham