Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy er sterk efnaður eftir afar farsælan feril sem knattspyrnumaður.
Zlatan hefur verið í Bandaríkjunum í rúmt ár en þar leigir hann hús. Hann mætti og ræddi dvöl sín í Los Angeles hjá Jimmy Kimmel.
Þar fór hann yfir húsið sem hann leigir en ekki nein húsgögn voru í því þegar hann keypti það.
,,Mér var tjáð að ríkt fólk kaupi ekki húsgögn í IKEA en gáfað fólk gerir það,“ sagði Zlatan.
Framherjinn knái er frá Svíþjóð en hann vildi flytja inn í hús með húsögnum en eiginkona hans valdi hús sem hafði það ekki, það var því farið í IKEA.
Þetta stórkostlega viðtal má sjá hér að neðan.