Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands skellti sér með fjölskyldu sinni til Bretlandseyja um síðustu helgi.
Á laugardeginum fór Guðni ásamt fjölskyldu á leik Burnley og Leicester og sá þar Jóhann Berg Guðmundsson leggja upp sigurmark leiksins.
Á sunnudeginum fór fjölskyldan svo á stórleik Manchester United og Liverpool þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Guðni Th. sat í heiðurstúkunni en þar voru margir góðir menn í kringum fjölskylduna. Þar á meðal var Sir Alex Ferguson, einn merkilegasti maður í sögu fótboltans.
Ferguson var stjóri United um langt skeið og vann ensku úrvalsdeildina meðal annars þrettán sinnum, eitthvað sem verður seint toppað.
Fjölskylda Guðna virðist hafa skemmt sér vel á vellinum þrátt fyrir leiðinlegan leik en myndir af ferðinni má sjá hér að neðan en Manutd.is birti þær á Facebook.