Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur gert samning við ítalska liðið Udinese.
Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld en Emil spilaði með Udinese frá 2016 til 2018.
Emil samdi svo við lið Frosinone á síðasta ári en var leystur undan samningi á miðju tímabili.
Emil er 34 ára gamall miðjumaður en hann spilaði 58 deildarleiki með Udinese á tveimur árum.
Hann hefur leikið á Ítalíu frá árinu 2007 en hann samdi fyrst við Reggina og svo síðar Verona.