Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum en liðið mætti Barcelona í fyrradag.
Um var að ræða seinni leik liðanna í Konungsbikarnum en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Sigur Barcelona var aldrei í hættu en liðið hafði betur sannfærandi 3-0 á Santiago Bernabeu.
Luis Suarez var í stuði fyrir gestina og skoraði þrennu. Raphael Varane skoraði þá einnig sjálfsmark.
Stuðningsmenn Real Madrid eru kröfuharðir og voru mættir á æfingasvæði félagsins í gær.
Þegar Santiago Solari, þjálfari Real Madrid sá í hvað stefndi. Þá snéri hann bifreið sinni við á punktinum og keyrði aftur til baka.
Þetta kostulega atriði má sjá hér að neðan.