Ensk blöð segja að fjórir leikmenn séu á óskalista Manchester United í sumar en óvíst er hver verður stjóri liðsins.
Ole Gunnar Solskjær er með samning fram að sumri en líkur eru á að hann fái starfið annars er líklegast að Mauricio Pochettino taki við.
Sagt er að United horfi mest til þess að styrkja varnarlínuna en Antonio Valencia, fyrirliði félagsins er líklega á förum.
Sagt er að United vili fá Aaron Wan-Bissaka hægri bakvörð Crystal Palace en þá er sagt að félagið vilji fá tvo miðverði frá Ítalíu. Líklegt er að Marcos Rojo verði seldur, hið minnsta.
Þá er Barcelona tilbúið að selja Ivan Rakitic og hann er sagður á lista United.
United telur sig ekki þurfa að styrkja framlínuna en félagið hefur þá Marcus Rashford, Romelu Lukaku, Anthony Martial, Alexis Sanchez og Jesse Lingard.
Er þetta drauma byrjunarlið United á næstu leiktíð?