fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Er einn stærsti skilnaður Bretlands að eiga sér stað? – Eiginkonan liggur undir feldi

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. mars 2019 07:00

Coleen og Wayne Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney leitaði í hús guðs til að reyna að koma sér í gegnum nýjustu áföllin í hjónabandinu. Eiginmaður hennar, Wayne Rooney, einn besti knattspyrnumaður í sögu Englands er að valda henni vonbrigðum, reglulega.

Coleen fór í kirkju nýlega til að finna innri frið og fá hjálp, athygi vakti að hún var búin að setja upp giftingahring sinn á nýjan leik, hann fór af hendi hennar i nokkra daga eftir að allt komst upp. Rooney hefur beðið um fyrirgefninu.

Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United, komst í fréttirnar í síðasta mánuði eftir ölvun á almannafæri. Rooney var handtekinn á flugvelli í Washington en hann var í annarlegu ástandi eftir langt flug.

Þau eru búsett í Bandaríkjunum þessa stundina en Rooney samdi við DC United í MLS-deildinni á síðasta ári. Samkvæmt miðlum ytra hangir hjónaband þeirra á bláþræði og er ástæðan sögð vera sú að eftir að Rooney hafi drukkið ótæplega á bar og reynt að tæla afgreiðslustúlku. Atvikið átti sér stað á Florída þar sem Rooney var í æfingaferð.

Coleen ákvað síðar að fara í frí með börnum þeirra hjóna og foreldrum sínum til að ná áttu.

Enskir miðlar halda áfram að fjalla um málið og var einnig greint frá því að Coleen hafi skipað Rooney að leita sér aðstoðar og að hann fari í meðferð, það yrði ekki fyrsta meðferðin samkvæmt enskum miðlum.

Enskir miðlar segja frá því að Rooney hafi farið á mikið og langt fyllerí eftir tap gegn Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar fór Rooney á fyllerí í nokkra daga og Coleen lét hann fara að hitta áfengisráðgjafa. Þar ræddi hann málin og tók sig á.

Nú er greint frá því að Coleen sé að íhuga að skilja við eiginmann sinn en þau hafa verið gift frá árinu 2008.

Talað er um að Coleen sé orðin mjög þreytt á lífstíl þeirra hjóna en hún hefur þurft að fórna miklu fyrir Rooney síðan knattspyrnuferillinn hófst.

Hún vill nú fá að setja sjálfa sig í fyrsta sætið en síðan þau fluttu til Bandaríkjanna hefur líf hennar aðeins snúist um Rooney og börn þeirra.

Það gæti því verið að einn stærsti sliknaður í sögu Bretlands sé að eiga sér stað og er ekki ólíklegt að hann endi illa.

Rooney vill alls ekki missa eiginkonu sína en hann hefur lofað of mörgu upp í ermina á sér og virðist ekki ætla að breyta lífstílnum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Í gær

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Í gær

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Í gær

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni