Framherjinn Alexandre Lacazette hefur opnað sig um þá ákvörðun að skrifa undir hjá Arsenal.
Lacazette var lengi eftirsóttur biti í Evrópu en hann ákvað að yfirgefa Lyon fyrir Arsenal árið 2017.
Hann talar um skemmtilega tíma er hann hafði séð Emirates völlinn áður og vináttu við Francis Coquelin, fyrrum leikmann liðsins.
,,Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég þurfti að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Lacazette.
,,Fyrir nokkrum árum þá ræddi ég við Arsenal en það var ekki rétti tíminn. Þegar þeir komu inn aftur var ég svo ánægður.“
,,Viðræðurnar við félagið voru svo stuttar því það var augljóst að ég þyrfti að skrifa undir hérna.“
,,Ég heimsótti áður Emirates völlinn með Lyon árið 2009, daginn eftir að ég skoraði sigurmarkið í úrslitaleik EM U19.“
,,Ég eyddi öllu kvöldinu að fagna með Antoine Griezmann og Fancis Coquelin og fór ekki að sofa.“
,,Svo klukkan sex um morguninn þá fórum ég, Yannis Tafer, Timothee Kolodzejczak og Enzo Reale með lest aftur til Lyon.“
,,Við komum aðeins á hótelið klukkutíma áður en við áttum að fara á Emirates.“
,,Francis og ég höfum haldið sambandi síðan. Við vorum mikið í sambandi næstu árin og sérstaklega vikurnar þegar ég samdi.“
,,Hann talaði bara vel um Arsenal sem kom ekki á óvart því hann vildi sjá mig skrifa undir.
,,Hann sagði að ég myndi ekki sjá eftir því að koma hingað vegna fólksins sem ég myndi vinna með og auðvitað stuðningsmannana. Hann hafði rétt fyrir sér!„