fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Erum við að ala upp aumingja? – Segir foreldra ekki nógu harða í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 12:50

Myndin tengist fréttinni ekki neitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands í fótbolta er á þeirri skoðun að í dag sé verið að ala upp aumingja, að ekki sé næg harka í uppeldi á börnum í dag. Hann segir þetta vonda þróun og að heimurinn fari versnandi.

Allardyce er af gamla skólanum, hann trúir því að agi sé upphaf árangurs. Hann telur að börn í dag búi við agaleysi og að þau þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum. Hann segir þetta koma í ljós í fótboltanum í dag, leikmenn séu ekki jafn harðir af sér.

,,Við erum alltof lin í uppeldi okkar í dag, það hefur orðið til þess að knattspyrnumenn í dag sem eru að koma upp, eru ekki nógu andlega sterkir,“ sagði Stóri Sam í útvarpsviðtali í dag.

Hann segist hafa verið alinn upp á þann máta að þeir sterkustu lifi af, það sé breytt hugarfar í heiminum í dag.

,,Ég og þú Alan (Spyrill þáttarins), vorum aldir þannig upp að þeir sterkustu lifðu af. Leikmenn bera ekki virðingu fyrir þjálfaranum í dag ef þeir eru ósammála, þeir þéna svo mikið og þjálfarinn er bara rekinn.“

,,Það vantar hörku, það virðist vera svo að börn í dag séu ekki jafn öguð, heimurinn er ekki að verða betri með þessum aðferðum.“

Við spyrjum þig lesandi kær, erum við að ala upp aumngja í dag eða er Stóri Sam á villigötum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til Ballon d’Or

Þessir eru tilnefndir til Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Í gær

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Í gær

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada