Manchester United vann góðan sigur á Englandi í gær er liðið mætti Crystal Palace.
United fór á erfiðan útivöll, Selhurst Park, og tókst að leggja heimamenn með þremur mörkum gegn einu.
Romelu Lukaku skoraði fyrstu tvö mörk United í leiknum en Ashley Young það þriðja.
Mamadou Sakho gat ekki spilað með Palace vegna meiðsla en hann var í miklu stuði eftir leik, hann hlóð í sjálfu með þremur leikmönnum United.
Sakho lék áður með Liverpool en þess hegðun hans hefur vakið reiði, Sakho tók sjálfu með Paul Pogba, Eric Bailly og Lukaku.
,,Fyrrum leikmaður Liverpool, var að horfa á félagið sitt tapa gegn Manchester United. Það er ekkert sérstaktur tímapunktur að henda þá í sjálfu með þremur leikmönnum United,“ sagði stuðningsmaður Palace um málið.
,,Þetta er í raun til skammar.“