Chelsea vann stórleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti grönnum sínum í Tottenham. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan mikilvægan leik fyrir bæði lið sem fór fram á Stamford Bridge.
Chelsea hafði betur með tveimur mörkum gegn engu en fyrra markið skoraði Spánverjinn Pedro. Það seinna kom undir lok leiksins er Kieran Trippier skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark og lokastaðan 2-0. Tapið stimplar Tottenham nánast úr allri baráttu um titilinn.
Liverpool er á toppi deildarinnar eftir þessa umferð en liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Watford. Sadio Mane gerði tvö mörk fyrir heimamenn og varnarmaðurinn Virgil van Dijk skoraði einnig tvö.
Manchester City vann svo West Ham með einu marki gegn engu og Southampton lagði Fulham, 2-0. Munar einu stigi á Liverpool City.
Leikirnir sem að liðin eiga eftir eru tíu og því eru 30 stig eftir í pottinum. Ekki er mikill munur á andstæðingunum sem liðin mætast en City á þó eftir útileik gegn Manchester United á meðan Liverool á sína erfiðustu leiki heima.