Liverpool er að vinna Watford í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu en staðan er 2-0 fyrir heimamönnum.
Það var Sadio Mane sem skoraði bæði mörk Liverpool eftir sendingu Trent Alexander-Arnold.
Roberto Firmino er ekki með Liverpool í kvöld og ákvað Mane að taka til sinna ráða í framlínunni.
Annað mark Mane í kvöld var stórskemmtilegt en hann skoraði þá með frábærri hælspyrnu.
Mane tókst að lyfta boltanum yfir Ben Foster í marki Watford og endaði knötturinn í netinu.