Marco Silva, stjóri Everton, mun treysta á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson um næstu helgi.
Gylfi er einn allra mikilvægasti leikmaður Everton og gerði tvö mörk í 3-0 sigri á Cardiff í gær.
Það ætti að gera mikið fyrir sjálfstraust Gylfa fyrir grannaslag gegn Liverpool um næstu helgi.
Silva segir að Gylfi sé annar leikmaður í dag en hann hefur gert 11 mörk í deildinni á tímabilinu.
,,Þið eruð öll að sjá annan Sigurðsson á þessu tímabili,“ sagði Silva í samtali við blaðamenn.
,,Þið munið sjá það í næsta leik gegn Liverpool. Gylfi er að spila með mun meira sjálfstraust.“