Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði Dijon í gær sem mætti Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Um var að ræða leik í franska bikarnum en PSG fór örugglega áfram og var í engum vandræðum.
Þeir Angel Di Maria og Thomas Meunier tryggðu PSG 3-0 sigur en Di Maria setti tvö mörk í leiknum.
Það var nóg að gera hjá Rúnari í markinu en eins og búast mátti við var PSG einfaldlega of stór biti fyrir gestina.
Rúnar komst hins vegar vel frá sínu og kom í veg fyrir stórt tap, hann varði oft afar vel og hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína.
Frammistaðan var mikilvæg fyrir markvörðrinn sem hefur mátt þola bekkjarsetu í deildinni.
Helstu vörslur Rúnar má sjá hér að neðan.