Það er hart barist á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool hefur eins stigs forystu á Manchester City.
Ljóst er að hart verður barist fram að síðustu leikjum tímabilsins en bæði lið eiga leik í kvöld.
Jurgen Klopp og lærisveinar hans þurfa hins vegar að brjóta hefð til að verða meistarar, ekkert lið á þessari öld hefur orðið enskur meistari án þess að hafa leikmann frá Frakklandi í sínum röðum. Það var Blackburn árð 1995.
Manchester City er með franska leikmenn í sínum röðum en Liverpool hefur ekki neinn slíkan.
Takist Liverpool að vinna deildina verður það því í fyrsta sinn sem lið án Frakka verður meistari á þessari öld. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992.
Franskir meistarar:
Eric Cantona (Manchester United) – 1992-93, 1993-94, 1995-96, 1996-97
Nicolas Anelka (Arsenal) – 1997-98, 2009-10
Remi Garde (Arsenal) – 1997-98
Gilles Grimandi (Arsenal) – 1997-98, 2001-02
Emmanuel Petit (Arsenal) – 1997-98
Patrick Vieira (Arsenal) – 1997-98, 2001-02, 2003-04
Mikael Silvestre (Manchester United) – 1999-2000, 2000-01, 2002-03, 2006-07
Fabien Barthez (Manchester United) – 2000-01, 2002-03
Thierry Henry (Arsenal) – 2001-02, 2003-04
Robert Pires (Arsenal) – 2001-02, 2003-04
Sylvain Wiltord (Arsenal) – 2001-02, 2003-04
Laurent Blanc (Manchester United) – 2002-03
Jeremie Aliadiere (Arsenal) – 2003-04
Pascal Cygan (Arsenal) – 2003-04
Gael Clichy (Arsenal, Manchester City) – 2003-04, 2011-12, 2013-14
William Gallas (Chelsea) – 2004-05, 2005-06
Claude Makelele (Chelsea) – 2004-05, 2005-06
Patrice Evra (Manchester United) – 2006-07, 2007-08, 2008-09, 2010-11, 2012-13
Louis Saha (Manchester United) – 2006-07, 2007-08
Florent Malouda (Chelsea) – 2009-10
Samir Nasri (Manchester City) – 2011-12, 2013-14
Loic Remy (Chelsea) – 2014-15
Kurt Zouma (Chelsea) – 2014-15, 2016-17
N’Golo Kante (Leicester, Chelsea) – 2015-16, 2016-17
Aymeric Laporte (Manchester City) – 2017-18
Eliaquim Mangala (Manchester City) – 2017-18
Benjamin Mendy (Manchester City) – 2017-18