Tæplega 4 þúsund einstaklingar hafa hug á því að hylla, Kjartan Henry Finnbogason framherja Vejle í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Liðið heimsækir þá FCK á Parken í dönsku úrvalsdeildinni
Kjartan er nefnilega goðsögn í huga stuðningsmanna FCK sem er stærsta félag Danmerkur. Ástæðan er ansi merkileg.
Kjartan kom nefnilega í veg fyrir það að erkifjendur FCK, yrðu meistarar í fyrra. Kjartan skoraði tvö mörk fyrir Horsens, sem hann lék þá með í leik gegn Bröndby. Leiknum lauk með jafntefli og úrslitin urðu til þess að Bröndby yrði ekki danskur meistari.
Stuðningsmenn Bröndby sem einnig er í Kaupmannahöfn er afar illa við Kjartan á meðan stuðningsmenn FCK elska hann út af lífinu.
,,Varm velkomst til Finnbogason i Parken“ er viðburður á Facebook en fjögur þúsund einstaklingar hafa áhuga á að mæta á hann. Það á að hylla Kjartan þegar hann mætir til leiks á Parken. 1200 einstaklingar hafa staðfest komu sína og 1700 einstaklingar hafa hug a´því að mæta.
Eftir að Kjartan skoraði mörkin tvö í fyrra fékk hann meðal annars morðhótun. ,,Þegar að þú kemur til Kaupmannahafnar verður þú drepinn,“ var í skilaboðum sem Kjartan fékk til sín.
Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans var á tímapunkti hrædd um sig og fjölskylduna þegar stuðningsmenn Bröndby voru farnir að heimsækja heimili þeirra og labba um í garðinum. ,,„Það var á þeim tíma sem ég fór að hugsa með mér. Djöfullinn, hvað hef ég gert?,“ sagði Kjartan um málið.
Kjartan gekk í raðir Vejle á dögunum eftir stutta dvöl í Ungverjalandi þar sem hann fékk fá tækifæri.