Gylfi Þór Sigurðsson er að eiga frábæran leik fyrir Everton sem spilar nú við Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan er 2-0 fyrir Everton er 67 mínútu eru búnar og hefur Gylfi gert bæði mörkin.
Aron Einar Gunnarsson spilar með Cardiff í leiknum en liðið er í vandræðum með að halda Gylfa í skefjum.
Miðjumaðurinn var að skora sitt annað mark nýu rétt í þessu og var það með laglegu skoti innan teigs.
Gylfi er nú búinn að skora 15 mörk fyrir Everton í deildinni frá byrjun síðasta tímabils.
Það er meira en allir aðrir leikmenn liðsins en Gylfi er með fimm fleiri mörk en næsti maður.
Markið má sjá hér.
Bernard there the little wizard pic.twitter.com/pJfkaPIEEs
— Dogs Of War (@EvertonFutbol) 26 February 2019