Gylfi Þór Sigurðsson, okkar fremsti knattspyrnumaður, elskar ekkert meira en að spila í Wales.
Gylfi byrjaði hjá liði Everton í kvöld sem mætti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni en leikið er í Wales á heimavelli Cardiff.
Miðjumaðurinn þekkir það mjög vel að spila í Wales en hann var lengi á mála hjá Swansea.
Gylfi skoraði sitt 10. mark í deildinni á tímabilinu á 40. mínútu eftir laglega sókn gestanna.
Það er enginn leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem er eins hættulegur og Gylfi í Wales.
Gylfi hefur skorað 13 mörk og lagt upp önnur 21 í 68 leikjum sem hann hefur spilað í Wales.
Það er betri árangur en nokkur annar leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem er frábær árangur.
34 – Everton’s Gylfi Sigurdsson has been involved in more Premier League goals in games played in Wales than any other player (13 goals, 21 assists in 68 appearances). Dragon. pic.twitter.com/J9cKDkNxBV
— OptaJoe (@OptaJoe) 26 February 2019