Það eru engar líkur á því að stuðningsmenn Liverpool myndu taka vel á móti Philippe Coutinho ef hann kæmi aftur til félagsins.
Þetta segir Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool en Coutinho yfirgaf liðið fyrir Barcelona á síðasta ári.
Það hefur ekki gengið vel hjá Coutinho á Spáni og er hann orðaður við endurkomu til Englands.
,,Þetta hefur ekki gengið upp hjá honum í Barcelona en hann verður að sofa með þessu því hann vildi svo mikið komast burt,“ sagði Murphy.
,,Jafnvel þó að Liverpool héldi að þetta væri eitthvað sem þeir vildu þá myndu stuðningsmennirnir koma því á framfæri að það væri ekki ásættanlegt og það myndi neyða þá til að hætta við.“
,,Þeir hötuðu hann ekki endilega fyrir að fara til Barcelona en það er engin möguleiki á að hann geti snúið aftur.“