Cristiano Ronaldo er að opna stofu í Madríd sem mun sjá um hárígræðslu, þar mun Georgina Rodriguez, unnusta hans stjórna hlutunum.
Verið er að opna mistöð sem á að vera á heimsvísu þegar kemur að því að græða hár á haus á fólki.
Fyrirtækið Insparya Group er að opna þessa stofu en Ronaldo kom að því að stofna það fyrirtæki.
Ronaldo hefur sett eina milljón evra inn í þetta verkefni og mun setja 25 milljónir evra inn á næstu fjórum árum.
,,Fyrir utan fótbolta, þá hef ég áhuga á heilsu og tækni. Ég vildi opna fyrstu stofuna í Madríd, þar sem ég bjó í nokkur ár,“ sagði Ronaldo sem flutti frá Madríd til Ítalíu, síðasta sumar.
Meðferðirnar í Madríd munu kosta sitt en byrjunarverð á hárígræðslu verður 4 þúsund evrur, rúmar 500 þúsund krónur.