Nottingham Forest vann 1-0 sigur á Derby í næst efstu deild Englands í gær en hart var tekist á í leiknum.
Martin O´Neill var ráðinn stjóri Nottingham á dögunum og Roy Keane er honum til aðstoðar. Frank Lampard er stjóri Derby.
Lampard og Keane áttu nokkrar rimmur innan vallar en Lampard lék þá með Chelsea og Keane var fyrirliði Manchester United.
Þeir félagar áttu í orðaskiptum á hliðarlínunni í gær og Lampard var ósáttur með Keane. ,,Reimaðu á þig pung,“ öskraði Lampard á Keane sem er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka.
Þetta hefur vakið athygli enda Lampard nokkuð prúður að eðlisfari en hann var eitthvað þreyttur á Keane í gær.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Frank Lampard telling Roy Keane to “ get some fucking balls “ is the best thing you will see all day. pic.twitter.com/EoQBqc8gCb
— Chad (@cfcChad) February 25, 2019