fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Guðmundur hefur áhyggjur af íslenska landsliðinu: Þarf Guðni að reka Hamren?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 09:06

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu hefur áhyggjur af stöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Liðið vann ekki neinn alvöru landsleik á síðasta ári en undankeppni EM hefst í næsta mánuði. Þar keppir liðið við Andorra og Frakkland.

Ef allt er eðlilegt mun íslenska liðið fara með sigur af hólmi gegn Andorra en erfitt verkefni verður að sigra Frakkland á útivelli.

,,Íslenska landsliðið hrósaði síðast sigri í vináttuleik á móti Indónesíu um miðjan janúar í fyrra en hefur frá þeim leik spilað 15 leiki í röð án sigurs,“ skrifar Guðmundur í Morgunblaðið í dag.

,,Ísland hefur tapað níu þessara leikja, þar af sex mótsleikjum, og gert sex jafntefli. Frá því Svíinn Erik Hamrén tók við þjálfun landsliðsins af Heimi Hallgrímssyni hefur liðið spilað átta leiki, tapað fjórum og gert fjögur jafntefli. „

Guðmundur segir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, gæti þurft að reka Hamren ef Ísland vinnur ekki Andorra.

,,Ég geri kröfu á að Ísland vinni Andorra, sem er 94 sætum neðar en Ísland á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Ef ekki þá held ég að Guðni Bergsson og kollegar hans í stjórn KSÍ þurfi að halda krísufund og ráða ráðum sínum um framtíð Svíans.“

Þá hefur Guðmundur áhyggjur af því hversu margir lykilmenn liðsins eru í meiðslum eða spila lítið.

,,En það sem veldur mér áhyggjum er staða margra landsliðsmanna. Sem dæmi er ljóst að Emil Hallfreðsson verður ekki í þessum leikjum vegna meiðsla, Alfreð Finnbogason er í kapphlaupi við tímann, Birkir Bjarnason er úti í kuldanum hjá Aston Villa og hefur ekki spilað í meira en mánuð, Rúnar Már Sigurjónsson hefur verið meiddur og ekkert spilað á árinu, Jón Daði Böðvarsson hefur verið mikið frá vegna meiðsla og Hannes Þór Halldórsson aðalmarkvörður landsliðsins og Kári Árnason hafa setið mikið á bekknum með liðum sínum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?