fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Mourinho opnar sig í ítarlegu viðtali: Útskýrir hvað fór úrskeiðis hjá Manchester United

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hefur opnað sig í ítarlegu viðtali við the Telegraph.

Mourinho er einn sigursælasti stjóri Evrópu en hann var rekinn frá Manchester United í desember.

Hann hefur síðan þá fengið fjölmörg tilboð en ætlar að bíða eftir rétta tækifærinu sem mun koma á endanum.

,,Fólk hefur oft sagt að þú lærir meira af því að tapa. Kannski er eitthvað til í því,“ sagði Mourinho.

,,Það er í mínu eðlisfari að vinna. Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn ekki titil á 18 mánuðum.“

,,Sumir vinna ekki titil á 18 árum. Ég vann ekki titil á 18 mánuðum. Nú hef ég tíma til að fara yfir stöðuna og reyna að skilja allt saman.“

,,Ég reyni að gera mig meira tilbúinn fyrir það næsta sem kemur. Ég veit að það fer að koma. Það hefur ekki komið ennþá því það sem kom vildi ég ekki.“

Mourinho náði ekki vel saman við suma leikmenn United og fékk þá ekki að gera það sem hann vildi þegar kom að leikmannakaupum.

Hann opnar sig varðandi vandamálin sem áttu sér stað á Old Trafford en hann og aðrir voru einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu.

,,Ég vil ekki að það séu rifrildi innan félagsins. Ég vil skilning. Á sunnudeginum þá koma vandræðin í ljós þegar þú spilar gegn einhverjum sem vill taka þrjú stig af þér. Það er þá sem þú upplifir vandræðin.“

,,Ég vil vinna hjá félagi þar sem leikplanið er til staðar. Ég vil ekki vinna hjá félagi þar sem það er ekki unnið saman í því sem þarf að gera.“

,,Sumir segja að ‘þessi þjálfari vilji ekki vinna með yfirmanni knattspyrnumála’ eða ‘þessi þjálfari vill ekki vinna með yfirnjósnara’ eða að hann vilji ekki vinna með eigandanum eða forsetanum.“

,,Á mínum ferli þá hef ég upplifað allar mögulegar stöður. Mesti árangurinn kemur þegar það er skilningur ykkar á milli.“

,,Fólk sem vinnur vel saman, fólk sem er með sömu hugmyndir. Það er það mikilvægasta.“

,,Þessi kynslóð leikmanna eru ekki bara leikmenn heldur eru þeir allur pakkinn. Þú ert með leikmanninn, fjölskyldu hans, umboðsmanninn og allt teymið.“

,,Ef þú vinnur með leikmanni sem fær svo mikið af truflunum og það er enginn skilningur á milli hans og því sem félagið gerir þá er mjög, mjög erfitt að vinna.“

Mourinho ræddi svo hvert hann gæti mögulega farið næst en metnaður félagsins þarf að vera til staðar.,

,,Ef félagið er ekki með metnað þá fer ég ekki þangað. Ég hafnaði góðu tilboði því ég vil þjálfa á háu stigi og í hæsta gæðaflokki.“

,,Númer eitt er þó að það sé skilningur fyrir verkefninu. Ég vil vinna með fólki sem ég elska, fólki sem ég vil vinna með og fólki sem er með sömu hugmyndir.“

,,Ég vil ekki vera í endalausum rifrildum varðandi hvað ég er að hugsa og hvað aðrir eru að hugsa um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn