Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, vissi að hann myndi fá sparkið í desember.
Enskir miðlar greina frá þessu í kvöld en Mourinho var rekinn eftir 3-1 tap gegn Liverpool í lok síðasta árs.
Þann 16. desember tapaði United 3-1 á Anfield og tveimur dögum síðar var Mourinho rekinn.
,,Ég er búinn eftir þetta. En ég mun hins vegar ekki segja af mér,“ eru skilaboð sem Mourinho sendi á vini sína.
Mourinho hafði ekki áhuga á að segja af sér en félagið fékk nóg og ákvað að sparka honum burt.
Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho og hefur félagið verið á mikilli uppleið undanfarnar vikur.
Mourinho stýrði United í alls 144 leikjum en gengi liðsins á síðasta ári var fyrir neðan allar væntingar.