Hræðilegt slys átti sér stað þann 21. janúar síðastliðinn er framherjinn Emiliano Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru farþegar í flugvél sem hrapaði.
Sala og Ibbotson voru á leið frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Wales þar sem Sala hafði skrifað undir.
Hann átti að verða dýrasti leikmaður í sögu Cardiff og kostaði félagið 15 milljónir punda.
Flugvélin komst hins vegar aldrei á leiðarenda og fannst nokkrum vikum síðast á sjávarbotni.
Búið er að finna lík Sala sem lést í slysinu og er enn verið að leita að Ibbotson sem er ekki fundinn.
Í dag birtust myndir af flugvélinni sem þeir ferðuðust með en hún var afar lítil og voru þeir tveir um borð.
Myndir af flugvélinni á sjávarbotni voru birtar á netið og má sjá þær hér fyrir neðan.