Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, neitaði að fara útaf í gær í leik gegn Manchester City.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, ætlaði að skipta Kepa af velli undir lok framlengingarinnar í úrslitaleik deildarbikarsins.
Kepa afþakkaði það boð Sarri og heimtaði að fá að spila áfram sem hann fékk að lokum.
Svipað atvik hefur gerst áður en Lionel Messi, leikmaður Barcelona, neitaði að koma útaf árið 2014.
Luis Enrique, stjóri Barcelona á þeim tíma, ákvað að það væri sniðugt að taka Messi af velli gegn Eibar.
Argentínumaðurinn afþakkaði það boð Enrique sem ákvað svo að taka Neymar af velli í staðinn.
Myndband af þessu má sjá hér.
No one cared when Messi refused to come off. Standards. pic.twitter.com/C8iBH2pqYH
— ΛV (@abishekvenkatr) 25 February 2019