Adam Johnson mun á næstu vikum losna úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn ungri stúlku.
Johnson var í enska landsliðinu og lék fyrir Manchester City og fleiri lið. Hann var í herbúðum Sunderland þegar hann braut af sér.
Stúlkan var 15 ára gömul en hann Johnson er 31 árs gamall, hann hefur verið í fangelsi í tæp þrjú ár.
Johnson er byrjaður að undirbúa það að losna úr fangelsi og var að kaupa sér nýtt hús á 2 milljónir punda.
Það eru rúmlega 300 milljónir íslenskra króna en Johnson vonast til þess að fá tækifæri sem atvinnumaður í fótbolta.
Johnson er sagður vera með tilboð frá bæði Tyrklandi og Kína en ekki er líklegt að lið á Englandi vilji semja við hann.