Það fór fram stórleikur á Englandi í gær er lið Manchester United tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrri hálfleikurinn í gær var ansi undarlegur en United þurfti að skipta þremur leikmönnum af velli vegna meiðsla. Liðinu tókst þó að enda leikinn með 11 menn á vellinum en Marcus Rashford var tæpur og var í erfiðleikum.
Því miður fyrir áhorfendur var ekki boðið upp á nein mörk í leik gærdagsins en færin voru af skornum skammti. Markalaust jafntefli því niðurstaðan í Manchester sem eru ekki frábær úrslit fyrir þessi lið.
Graeme Souness fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool var ekki sáttur með David Jones, stjórnanda á Sky Sports eftir leik þar sem verið var að greina leikinn.
Souness var að hrósa leik Liverpool en Jones var ekki sammála. ,,Liverpool stjórnaði leiknum, af hverju horfir þú svona á mig?,“ sagði Souness svo þegar hann horfði á fréttamanninn.
Atvikið má sjá hér að neðan.