Nathaniel Clyne, bakvörður Liverpool flaug átta stúlkum út til Marbella á dögunum en ensk götublöð fjalla nú um málið. Ástæðan fyrir því að blöðin fjalla um málið er að þarna voru stelpur á aldrinum 16 og 17 ára.
Clyne skellti sér til Marbella á Spáni þegar Liverpool mætti Bournemouth á heimavelli en Clyne er í láni hjá Bournemouth. Hann mátti vegna þess ekki spila leikinn og fékk frí.
Clyne er 27 ára gamall en nokkrir vinir hans voru með í för þegar ákveðið var að fljúga út átta stelpum.
Á sama tíma og Clyne var að gera sér glaðan dag þá vann Liverpool 3-0 sigur, Clyne leigði hús á Marbella þar sem hann borgaði 450 þúsund krónur fyrir nóttina.
Ensk blöð segja að Clyne hafi átt vingott við fyrirsætuna, Estelle sem birt mynd af sér í húsinu sem Clyne hafði á leigu. Myndir af henni má sjá hér að neðan.