Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, komst heldur betur í fréttirnar í kvöld í leik gegn Manchester City.
Kepa neitaði að fara af velli undir lok framlengingar í kvöld en liðin áttust við í úrslitum deildarbikarsins.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, reyndi ítrekað að skipta Kepa af velli og ætlaði að setja Willy Caballero inná í hans stað.
Spánverjinn neitaði hins vegar að fara útaf og varð Sarri brjálaður á hliðarlínunni eftir skilaboð leikmannsins.
Það var mikið grín gert af atviki kvöldsins og var Wikipedia síða Kepa vinsælt skotmark.
Henni var breytt á mínútu fresti en stuðningsmenn kepptust við að koma inn nýju gríni með stuttu millibili.
Talað er um að Kepa hafi gerst stjóri Chelsea þann 24. febrúar árið 2019 en hann tók þá við af einmitt Sarri, í miðjum leik.
Hér má sjá nokkrar breytingar sem sáust í kvöld.