Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki ánægður með að fá aðeins eitt stig gegn Manchester United í dag.
Liverpool heimsótti United á Old Trafford og vildi væntanlega fá þrjú stig í titilbaráttunni.
Því miður fyrir áhorfendur voru engin mörk skoruð á Old Trafford en markalaust jafntefli var niðurstaðan.
,,Andskotinn, þvílíkur skítaleikur [fucking hell, what a shit game]“ mátti sjá Klopp segja eftir leikinn er hann þakkaði Ole Gunnar Solskjær, stjóra United fyrir.
Klopp var því ekki of ánægður með fjörið sem var boðið upp á en færin voru ekki mörg í dag.
Myndband af þessu má sjá hér.
„F**king hell, what a sh*t game“
says Jurgen klopp….I agree. pic.twitter.com/eo4BsxFOPV— Dan (@floydepepper) 24 February 2019