Það er fram stórleikur á Englandi eftir um klukkutíma er Chelsea og Manchester City eigast við.
Um er að ræða úrslitaleik enska deildarbikarsins en spilað er á Wembley í London.
Þessi lið áttust við fyrr í mánuðinum en þá hafði City betur með sex mörkum gegn engu.
Talað var um að markvörðurinn Aro Muric myndi byrja í marki City en það reyndist ekki rétt og er Ederson á milli stanganna.
Gonzalo Higuain er þá ekki í byrjunarliði Chelsea en Eden Hazard byrjar sem fölsk nía.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Chelsea: Kepa, Azpilicueta, David Luiz, Rudiger, Emerson, Jorginho, Kante, Barkley, Willian, Hazard, Pedro
Manchester City: Ederson, Zinchenko, Laporte, Otamendi, Walker, Fernandinho, Silva (C), De Bruyne, Bernardo, Sterling, Aguero