Nú er í gangi leikur Manchester United og Liverpool en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrri hálfleik var nú að ljúka en staðan er enn markalaus. Þrátt fyrir það hefur leikurinn verið ansi fjörugur.
Heimamenn í United eru í miklum vandræðum þessa stundina en þrír leikmenn þurftu að fara af velli í fyrri hálfleik.
Þeir Ander Herrera og Juan Mata meiddust báðir í fyrri hálfleik og komu þeir Andreas Pereira og Jesse Lingard inná.
Lingard var nýkominn til baka eftir meiðsli og entist aðeins í um 20 mínútur áður en hann þurfti sjálfur að fara af velli.
United þurfti því að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik og er einnig útlit fyrir að Marcus Rashford sé að glíma við meiðsli.
Liverpool þurfti einnig að gera breytingu en Roberto Firmino fór af velli vegna meiðsla og kom Daniel Sturridge inná í hans stað.
Hvað var í þessum hvítlauk sem var dreifður um völlinn? Meira grínið!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) 24 February 2019
Á einhver eftir að meiðast í þessum leik hvaða kjaftæði er þetta
— Egill Einarsson (@EgillGillz) 24 February 2019
Algjört klúður hjá Solskjær að setja meiddan Lindgard inná með nokkra meidda á vellinum. #fotboltinet
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) 24 February 2019
? 24′ Herrera off injured
? 29′ Mata off injured
? 35′ Firmino off injured
? 42′ Lingard off injured pic.twitter.com/HhAnVAxcCX— Football Tweet (@Football__Tweet) 24 February 2019
What a weird game. It’s more like an episode of casualty than a game of football.
— Gary Lineker (@GaryLineker) 24 February 2019
Í þessu 25 ár sem ég hef fylgst með fótbolta hef ég aldrei séð 3 leikmenn í sama liðinu fara meidda af velli eftir 40 mín. #enskiboltinn #fotbolti
— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) 24 February 2019