Söngvarinn Tom Grennan fékk ansi sérstakt tækifæri nýlega er hann æfði með liði Luton í þriðju efstu deild á Englandi.
Grennan er 23 ára gamall söngvari en hann gaf það út nýlega að hann væri með hæfileikana til að ná árangri sem knattspyrnumaður.
Grennan lék fótbolta á sínum yngri árum og var á meðal annars í unglingaliði Luton.
Mick Harford, stjóri Luton, sá Grennan koma á reynslu en var ekki of hrifinn af tónlistarmanninum sem var alls ekki með það sem til þurfti.
,,Hann kallaði mig bara feitan. Hann sagði að ég væri með smá bumbu áður en hann klappaði maganum á mér!“ sagði Grennan.
,,Þetta var skemmtileg reynsla en það er klikkað hversu fljótir fótboltamenn eru og hversu fljótt boltinn hreyfist.“
,,Þetta var of hár gæðaflokkur fyrir mig. Ég spilaði með Luton í nokkur ár þegar ég var um 13 ára gamall.“
,,Félagið heyrði hvað ég hafði verið að tala um, að gerast fótboltamaður svo ákváðu að gefa mér tækifæri.“
,,Ég hef þó ekki spilað of mikið síðan tónlistarferillinn fór af stað og vöðvarnir eru ekki vanir þessu lengur.“