Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Real Madrid, stoppaði stutt hjá félaginu en hann var þar tímabilið 1997 til 1998.
Heynckes er mjög sigursæll þjálfari en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern Munchen þar sem hann þjálfaði fjórum sinnum.
Lorenzo Sanz, fyrrum forseti Real, hefur greint frá því af hverju Heynckes fór svo snemma frá félaginu.
Hann fékk strax nóg af stjörnum liðsins og kallaði þá tíkarsyni í samtali við forsetann áður en hann hætti.
,,Viku áður en við spiluðum gegn Juventus þá hringdi ég í Jupp og spurði hvernig honum liði. Hann sagði mér að hann væri búinn á því og gæti ekki unnið með liðinu,“ sagði Sanz.
,,Ég þurfti að ræða við sjö eða átta mikilvæga leikmenn og segja þeim að Jupp gæti ekki unnið með þeim.“
,,Ég ræddi við þá og sagði að þeir væru tíkarsynir og að hann gæti ekki unnið með þeim lengur.“
,,Við vorum Evrópumeistarar en þegar einhver segir við þig að hann geti ekki unnið með liðinu þá getur það ekki haldið áfram.“