fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Logi á eftir að sakna Jóns: ,,Ljón spyr ekki kindur álits“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 10:47

Logi Geirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru tíðindi úr Hafnafirði í gær þegar greint var frá því að Jón Rúnar Halldórsson, væri hættur sem formaður knattspyrnudeildar FH. Hann hefur unnið magnað starf fyrir FH.

Jón Rúnar hefur verið í stjórnunarstörfum hjá FH til fjölda ára og leitt ótrúlega uppbyggingu félagsins, hann hefur búið til stórveldi.

Jón Rúnar hefur breytt umhverfi í fótboltanum á Íslandi, hann hefur gert kröfur og sett markið hátt. Aðrir hafa reynt að fylgja eftir. Eftir þessu hefur Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta tekið eftir. Logi er harður FH-ingur.

,,Þessi maður er One Man Army. Dýrka svona töffara sem þurfa engan her með sér,“ skrifar Logi á Twitter.

Jón hefur að einhverju leyti verið umdeildur, hann hefur stundum gengið hart fram en iðulega með hagsmuni FH og fótboltans á Íslandi að leiðarljósi.

,,Ljón spyr ekki kindur álits. Hugsjóna og keppnismaður og mikill söknuður af þér í framlínunni. Þú hefur unnið magnað starf og einstakan árangur fyrir félagið (fólkið) og verður í sögubókunum. Takk ♥️ JR“

Jón hefur ekki bara breytt fótboltanum á Íslandi því hann er faðir tveggja vinsælustu tónlistarmanna Íslands, það eru þeir bræðir Jón og Friðrik Dór Jónssynir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Í gær

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Í gær

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez
433Sport
Í gær

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?