fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Logi á eftir að sakna Jóns: ,,Ljón spyr ekki kindur álits“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 10:47

Logi Geirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru tíðindi úr Hafnafirði í gær þegar greint var frá því að Jón Rúnar Halldórsson, væri hættur sem formaður knattspyrnudeildar FH. Hann hefur unnið magnað starf fyrir FH.

Jón Rúnar hefur verið í stjórnunarstörfum hjá FH til fjölda ára og leitt ótrúlega uppbyggingu félagsins, hann hefur búið til stórveldi.

Jón Rúnar hefur breytt umhverfi í fótboltanum á Íslandi, hann hefur gert kröfur og sett markið hátt. Aðrir hafa reynt að fylgja eftir. Eftir þessu hefur Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta tekið eftir. Logi er harður FH-ingur.

,,Þessi maður er One Man Army. Dýrka svona töffara sem þurfa engan her með sér,“ skrifar Logi á Twitter.

Jón hefur að einhverju leyti verið umdeildur, hann hefur stundum gengið hart fram en iðulega með hagsmuni FH og fótboltans á Íslandi að leiðarljósi.

,,Ljón spyr ekki kindur álits. Hugsjóna og keppnismaður og mikill söknuður af þér í framlínunni. Þú hefur unnið magnað starf og einstakan árangur fyrir félagið (fólkið) og verður í sögubókunum. Takk ♥️ JR“

Jón hefur ekki bara breytt fótboltanum á Íslandi því hann er faðir tveggja vinsælustu tónlistarmanna Íslands, það eru þeir bræðir Jón og Friðrik Dór Jónssynir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum