fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Elín Metta um andlátið: Erfiðasti tíminn í mínu lífi – „Hann var alltaf til staðar fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 10:52

Elín Metta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Metta Jensen er ein fremsta íþróttakona Íslands, hún hefur verið í fremstu röð í mörg ár í fótboltanum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín verið lykilmaður í liði Vals og íslenska landsliðinu síðustu ár. Elín er fædd árið 1995 en hefur spilað 37 landsleiki.

Elín stundar í dag nám við læknisfræði í Háskóla Íslands en árið 2016 var hún í námi í Bandaríkjunum. Hún ákvað að koma heim en faðir hennar glímdi við veikindi, hann lést í lok árs 2016. Elín var afar náin pabba sínum sem hafði mikinn áhuga á fótboltaferli hennar og var alltaf til staðar.

,,Hann lést um jólin 2016, ég þurfti að finna það hjá sjálfri mér að koma heim og eyða tíma með honum. Þetta er var mjög erfiður tími, örugglega erfiðasti tíminn í mínu lífi. Eftir á að hyggja, var það mjög góð ákvörðun,“ sagði Elín í hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór. Hún hafði þá verið í námi í Florida.

Markús E. Jensen, faðir Elínar mætti á alla leiki hjá henni á hennar yngri árum og hvatti hana til dáða. Stundum skipti hann sér of mikið af, að hennar mati.

,,Hann hafði mikil áhrif á ferilinn, hann studdi við mig frá því að ég byrjaði í fótbolta. Hann var alltaf til staðar fyrir mig, við gátum alltaf talað um fótbolta. Hann hjálpaði mér ótrúlega mikið, ég er ótrúlega þakklát fyrir það.“

,,Mér fannst hann stundum vera aðeins of mikið, skipta sér of mikið af. Hann kúplað sig aðeins niður, þegar ég bað hann að slaka aðeins á. Ég er virkilega ánægð með hvað hann nennti að fylgja mér út um allt, keyra mig á allar æfingar. Það hjálpaði mér mjög mikið.“

Skömmu eftir að Markús lést ákvað Elín að reyna við læknisfræðina og reyna að komast inn í hana. Sorgin var yfirþyrmandi og hafði áhrif á undirbúning hennar fyrir inntökuprófið.

,,Ég byrjaði seint að læra og var enn þá í sorg, það var ágætis leið fyrir mig til að takast á við sorgina, að einbeita mér að einhverju svona. Ég veit ekki hversu vel ég náði að einbeita mér á tímum, ég lenti í sæti númer 70. Það koma 48 manns inn, mér fannst það raunhæfur möguleiki að reyna við þetta aftur.

Ári síðar reyndi Elín aftur við inntökuprófið og flaug inn í læknisfræðina, hún var í fyrsta sæti, með bestu einkunnina.

Viðtalið við hana má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann