fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp fáránlegt atvik á Ítalíu í dag er lið Pro Piacenza mættiu Cuneo í ítölsku C-deildinni.

Pro Piacenza er á botninum í þriðju deildinni og er með aðeins átta stig eftir að hafa spilað 19 leiki.

Önnur lið hafa spilað í kringum 24 til 27 leiki en Pro Piacenza mætti ekki til leiks í þremur viðureignum í röð fyrir leik dagsins.

Átta stig hafa verið tekin af liðinu og er augljóst að fall verði niðurstaðan er deildinni lýkur í sumar.

Það eru mikil fjárhagsvandræði í gangi hjá Pro Piacenza og hafa engir leikmenn fengið borguð laun.

Liðið þurfti að mæta til leiks í dag en annars hefði félaginu verið sparkað úr deildinni fyrir að sleppa of mörgum leikjum.

Það var erfitt að finna menn til að taka þátt í leiknum en aðeins sjö leikmenn voru á leikskýrslu gegn 23 hjá Cuneo.

Greint er frá því að félagið hafi ekki borgað neinum starfsmönnum né leikmönnum laun síðan í ágúst.

Það varð til þess að nánast allir leikmennirnir riftu samningi sínum en leikmennirnir sem spiluðu í dag voru á aldrinum 16 til 19 ára gamlir.

Blaðið Sport Piacenza sá um að lýsa leiknum í beinni í dag en hætti lýsingunni í hálfleik er staðan var 16-0 fyrir Cuneo.

Leikurinn endaði svo 20-0 fyrir gestunum og er Pro Piacenza nú með markatöluna 18:56 á botni deildarinnar.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United virkjar samtalið – Yrði mjög erfitt

Manchester United virkjar samtalið – Yrði mjög erfitt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex