fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Fyrsti hárblásari Solskjær: Pogba var leiður

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er ekki í frábærri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir leik gegn Paris Saint-Germain í vikunni. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikurinn fór fram á Old Trafford.

Það voru gestirnir í PSG sem höfðu betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu. Fyrra mark leiksins gerði Presnel Kimpembe eftir hornspyrnu og það síðara gerði Kylian Mbappe eftir laglega skyndisókn.

United þarf því að eiga ansi góðan leik í París ef liðið ætlar að komast í næstu umferð keppninnar.

Til að bæta gráu ofan á svart fékk skærasta stjarna liðsins, Paul Pogba rautt spjald seint í leiknum og missir af þeim síðari.

Enskir miðlar segja að í fyrsta sinn í stjóratíð sinni á Old Trafford, hafi Solskjær lesið yfir leikmönnum sínum. Hárblásari í anda Sir Alex Ferguson.

Pogba var mikið niðri fyrir og bað samherja sína afsökunar á að hafa látið reka sig af velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjóðverjarnir sýna leikmanni Arsenal áhuga

Þjóðverjarnir sýna leikmanni Arsenal áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna
433Sport
Í gær

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Í gær

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern