fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Blikar verða aftur fyrir blóðtöku: Davíð Kristján að skrifa undir í Noregi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðbablik mun á allra næstu dögum verða fyrir annari blóðtöku en bakvörðurinn, Davíð Kristján Ólafsson er að skrifa undir hjá Álasund í Noregi. Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is.

Davíð hélt utan til Noregs í vikunni og mun skrifa undir samning við félagið ef ekkert óvænt gerist. Félögin hafa náð samkomulagi um kaupverðið.

Davíð hefur verið einn öflugasti bakvörður Pepsi deildarinnar síðustu ár. Hann fór á reynslu til Álasunds fyrr í vetur og heillaði forráðamenn félagsins.

Álasund leikur í næst efstu deild Noregs en liðið var mjög nálægt því að fara upp á síðustu leiktíð. Með félaginu leika Hólmbert Aron Friðjónsson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson.

Davíð er fæddur árið 1995 en hann hefur spilað 100 leiki í deild og bikar á Íslandi. Hann hefur alla tíð spilað fyrir Breiðablik.

Davíð lék sinn fyrsta A-landsleik í upphafi árs en hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands.

Á sínum yngri árum var Davíð liðtækur í fimleikum en ákvað í seinni tíð að snúa sér að fullu að fótboltanum, það hefur reynst gæfuspor.

Blikar hafa misst marga sterka leikmenn í vetur en í vikunni var greint frá því að Willum Þór Willumsson væri að ganga í raðir BATE í Hvíta-Rússlandi. Þá var Gísli Eyjólfsson lánaður til Mjallby í Svíþjóð.

Ólíklegt er að Oliver Sigurjónsson snúi aftur en hann var á láni hjá Blikum á síðustu leiktíð. Þá var Arnþór Ari Atlason seldur til HK á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Í gær

Leikmaður United varpar sprengju

Leikmaður United varpar sprengju
433Sport
Í gær

Saint-Maximin að taka mjög óvænt skref 28 ára gamall

Saint-Maximin að taka mjög óvænt skref 28 ára gamall
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona