fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Stóðu ekki við loforð og Bjarni fór fram á sölu: ,,Gert í ákveðnu mótmælaskyni“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Bjarni er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Stoke City en hann lék með félaginu frá 2000 til 2003.

Er hann kom fyrst til félagsins þá var faðir hans, Guðjón Þórðarson, við stjórnvölin en Bjarni kom til liðsins frá Genk í Belgíu.

Það er ekki gefið að komast í liðið þó að pabbi þinn sé þjálfari og segir Bjarni að það hafi alls ekki verið létt.

,,Ég held að það sé mýta um það að þetta sé eitthvað létt, það er víðsfjarri, þetta tekur töluvert á bæði innan sem utan vallar,“ sagði Bjarni.

,,Þetta er samband sem er mjög sterkt en eins og með bræður þína þá er þetta þjálfari og ég er leikmaður.“

Bjarni var svo settur á sölulista hjá Stoke en honum var lofað launahækkun sem kom aldrei.

,,Það var í raun og veru aðstæður sem komu utan vallar á milli pabba og stjórnar. Þegar ég fer frá Belgíu til Stoke þá lækkaði ég aðeins í launum.“

,,Það átti svo að leiðrétta það þegar ég var búinn að sýna að ég ætti heima í liðinu. Það kom aldrei upp og það var pínu kergjótt á milli stjórnar og þjálfarans á þeim tíma.“

,,Ég óskaði eftir því að fara á sölulista í svona ákveðnu mótmælaskyni þar sem það var ekki verið að standa við það sem mér var lofað á þessum tíma en svo gerðist lítið úr því og ég spilaði áfram.“

,,Pabba er sagt upp þegar við komumst upp en þetta gekk svo allt vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“