Geir Þorsteinsson berst fyrir því að að gerast formaður KSÍ á nýjan leik en er í baráttu við Guðna Bergsson.
Ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn og kemur þá í ljóst hvor mun hafa betur, Geir eða Guðni.
Guðni þykir mun líklegri fyrir laugardaginn en hann fékk 88% atkvæða í könnun Stöðvar 2.
Margir knattspyrnumenn hafa opinberlega stutt við bakið á Guðna sem hefur sinnt starfinu síðustu tvö ár.
Hann tók við af Geir fyrir tveimur árum en sá síðarnefndi ákvað svo að bjóða sig fram á ný.
Geir var gagnrýndur af landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagný Brynjarsdóttur í gær.
Geir þykir ekki hafa sýnt kvennalandsliðinu mikinn áhuga á þeim tíma sem hann var í stjórn, annað en Guðni.
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hallgrímur Jónasson er einnig á meðal þeirra sem vilja ekki sjá Geir fá starfið á ný.
Hallgrímur telur það betra fyrir íslenskan fótbolta að Guðni haldi áfram og segir að flest öllum hafi verið illa við Geir er hann var við stjórnvölin.
Þá styttist í að formaður KSÍ verði kosinn og vona ég innilega að Guðni Bergsson verði fyrir valinu. Tel það betra fyrir íslenskan fótbolta.
Geir tókst að láta flesta/alla líka illa við sig í landsliðshópnum á þeim tíma er ég var hluti af honum. @mblsport @Fotboltinet @VisirSport— Hallgrímur Jónasson (@HaddiJonasson) 7 February 2019