Það er útlit fyrir það að hatur og rasismi í fótboltanum sé að aukast en fjölmörg slæm mál hafa komið upp á þessu tímabili.
Ef það er aðeins skoðað atvik sem komu upp á Englandi þá er hægt að nefna fimm bara á þessu tímabili.
Nokkrir stuðningsmenn hafa nú þegar verið settir í lífstíðarbann hjá sínum félögum fyrir rasisma.
Leikmenn á borð við Pierre-Emerick Aubameyang, Raheem Sterling og Mohamed Salah hafa orðið fyrir kynþáttarfordómum.
Aubameyang varð fyrir kynþáttarfordómum í leik gegn Tottenham þar sem bananahýði var kastað í átt hans – í þeim tilgangi að líkja leikmanninum við apa.
Sterling varð fyrir kynþáttahatri í leik gegn Chelsea er hann var kallaður ‘svört kunta’.
Salah lenti í svipuðu atviki á dögunum gegn West Ham er hann fékk hatur fyrir trú sína. Salah er múslimi.
Það er ljóst að knattspyrnusambandið þarf að fara taka harðar á þessum málum enda eiga rasismi og hatur ekki heima í íþróttum.
Margir leggja til að liðum verði refsað með þeim hætti að tekið verði af þeim stig í deildarkeppni.
Lífstíðarbann virðist ekki halda fólki frá því að syngja ógeðis söngva í stúkunni og þarf að finna harðari refsingu.
Racism & hatred in football is on the rise
Banana-skin thrown at Aubameyang v Spurs
Sterling called a ‘black c***’ at Chelsea
Millwall sing ‘rather be a P*** than a Scouse’ v Everton
Salah called ‘f***ing Muslim c***’ v West Ham
WBA fans sing ‘one smelly bastard’ to Gaëtan Bong— 101 Great Goals (@101greatgoals) 7 February 2019