Lögreglan á Englandi rannsakar nú morðhótanir í garð þjálfarans Nathan Jones sem stýrir Stoke City.
Jones tók við liði Stoke í síðasta mánuði en hann leysti Gary Rowett af hólmi sem var rekinn frá félaginu.
Jones var áður þjálfari Luton í þriðju efstu deild og gerði stórkostlega hluti þar.
Hann ákvað að yfirgefa félagið sem var ósigrað í 13 leikjum í röð. Liðið komst upp í deildina á síðasta ári.
Margir stuðningsmenn Luton voru bálreiðir eftir ‘svik’ Jones en liðið hefur þó haldið góðu gengi áfram og er á toppnum í League 1.
Jones hefur á meðan ekki náð eins góðum árangri með Stoke og situr liðið í 15. sæti deildarinnar.
Hann hefur stýrt liðinu í fimm leikjum og hafa fjórir af þeim tapast.