Tomas Repka, fyrrum leikmaður West Ham á Englandi, hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi.
Þetta var staðfest í dag en Repka lék með West Ham í fimm ár áður en hann hélt heim til Tékklands árið 2006.
Þessi 45 ára gamli Tékki var ákærður fyrir svik en hann seldi lúxus bifreið sem var ekki í hans eigu.
Repka var aðeins að leigja bílinn og tókst samt sem áður að selja hann til konu sem fékk peninginn aldrei til baka.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repka fær fangelsisdóm en hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi.
Hann auglýsti þá fyrrum konu sína á netinu og sagði hana vera til sölu sem var ekki satt.
Repka varð dýrasti leikmaður í sögu West Ham árið 2001 er hann var keyptur frá Fiorentina fyrir 5,5 milljónir punda.