fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Geir ósáttur við konurnar sem gagnrýna hans störf: ,,Eiga að einbeita sér að því að spila hinn fallega leik“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 19:07

Geir Þorsteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er óánægður við þá gagnrýni sem hann hefur fengið undanfarið.

Geir býður sig fram til formanns á ný en ársþing KSÍ fer fram á laugardag og er baráttan á milli Geirs og Guðna Bergssonar.

Margir hafa stutt Guðna opinberlega og á meðal þeirra knattspyrnukonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.

Dagný sendi Guðna stuðningsyfirlýsingu í gær og segir að samband kvennalandsliðsins og KSÍ hafi verið mun meira eftir komu hans.

Geir hefur nú svarað fyrir sig en hann ræddi við Fréttablaðið og hafði þetta að segja um málið.

,,Mér finnst það ekki vera í verkahring lansliðsmanna að tjá sig um þá baráttu um hver verði formaður knattspyrnusambands Ísland. Mér finnst það svipað og ég væri að gagnrýna leikmenn opinberlega fyrir mistök inni á knattspyrnuvellinum. Mér finnst þetta taktlaust,“ sagði Geir.

„Ég held nú líka að verk mín tali í þessum efnum. Undir minni stjórn voru tekin mörg framfaraskref í íslenskri kvennaknattspyrnu. Á meðan ég var formaður fórum við þrisvar sinnum í lokakeppni Evrópumótsins. Það hefði ekki gerst ef ég hefði ekki látið til mín taka á þeim vettvangi.“

„Ég mætti á alla heimaleiki íslenska kvennalandsliðsins þegar ég var formaður. Það var sú verkaskipting við lýði að Gunninga [Sívertsen] varaformaður sá um að mæta fyrir okkar hönd á verkefni liðsins á erlendum vettvangi. Við skiptum því þannig að ég sá meira um karlaliðið og hún um kvennaliðið. Ég varð ekki var við óánægju með það verkskipulag.“

„Ég ber mikla virðingu fyrir þessum frábæru leikmönnum og þeirra verkum fyrir landsliðið. Það er hins vegar mín skoðun að þeir eigi að einbeita sér að því að spila hinn fallega leik. Það er ekki heillavænlegt að leikmenn séu að gagnrýna störf formanns eða blanda sér í kosningabaráttu um verðandi formann,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool