fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Logi blandar sér í heita umræðu: Getur Geir nefnt þessi tvö atriði?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í morgunþættinum á Rás 2 í morgun er þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson mættu í viðtal.

Geir og Guðni bjóða sig báðir fram í formannskjöri KSÍ en ársþing sambandsins fer fram næsta laugardag.

Geir hætti sem formaður fyrir tveimur árum og tók Guðni við. Hann segist nú vera með nýjar hugmyndir og vill taka við á ný.

Útlit er fyrir að Geir sé ekki sammála stefnu Guðna og vill breyta ákveðnum hlutum innan sambandsins.

Fyrrum handboltamaðurinn, Logi Geirsson, spyr sig að því hvort Geir geti nefnt tvo hluti sem Guðni hefur gert rangt í starfi.

Guðni hefur þótt sinna starfinu nokkuð vel og var lengi búist við að hann fengi enga samkeppni.

Geir gagnrýndi á meðal annars þá ákvörðun Guðna og KSÍ að ráða Erik Hamren til starfa sem landsliðsþjálfara. Geir hefði gengið öðruvísi að hlutunum.

,,Ég mun starfa með þeim þjálfurum sem starfa hjá knattspyrnusambandinu, maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Þegar ég lít á ráðningu Erik Hamren, það eru vinnubrögðin,“ sagði Geir.

,,Það hefði verið uppskrift að það myndi ganga illa ef Jose Mourinho yrði ráðinn fjórum vikum fyrir leik, ég hefði kannski farið aðrar leiðir. Í fótbolta er líftími þjálfara mánuður eða tíu ár.“

Guðni svaraði fyrir sig og segir að það hafi verið kominn tími á Geir, að hann hafi gert rétt með að stíga til hliðar.

,,Það hefur margt breyst til batnaðar, það var kominn tími á Geir. Hann var búinn að vera þar í 25 ár, hann á að horfa fram,“ sagði Guðni.

,,Hann hefði frekar átt að koma með sínar hugmyndir til formannsins sem heiðursformaður, hann á sinn þátt í því sem verið hefur gert. Ég er ekki að taka það af honum, hann má eiga það sem hann á. Hans tími er kominn að mínu viti.

Eins og kom fram fer ársþing KSÍ fram um helgina og kemur þá í ljós hver hefur betur í kjörinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni