Ef ofurtölva sem Talksport á Englandi notar til að reikna út framtíðina hefur rétt fyrir sér, verða margir stuðningsmenn Liverpool í sárum í maí.
Ofurtölvan heldur því fram að Liverpool muni enda í öðru sæti en liðið hefur verið á toppnum síðustu vikur. Liverpool hefur hins vegar verið að misstíga sig.
Ofurtölvan spáir því að Liverpool haldi áfram að misstíga sig og Manchester City muni vinna deildina, annað árið í röð.
Ofurtölvan er heldur ekki góð við stuðningsmenn Manchester United, því er spáð að United nái ekki Meistaradeildarsæti undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Liðið muni enda í fimmta sæti.
Þá er tölvan ekkert með sérstaka spá fyrir Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff, því er spáð liðið falli með Huddersfield og Fulham.
Svona spáir ofurtölva Talskport:
1. Manchester City
2. Liverpool
3. Tottenham Hotspur
4. Chelsea
5. Manchester United
6. Arsenal
7. Wolverhampton Wanderers
8. Watford
9. Leicester City
10. Bournemouth
11. West Ham United
12. Everton
13. Brighton and Hove Albion
14. Burnley
15. Crystal Palace
16. Southampton
17. Newcastle United
18. Cardiff City
19. Fulham
20. Huddersfield Town