Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var duglegur að senda fyrrum stjóra félagsins, Carlo Ancelotti, skilaboð.
Ancelotti var stjóri Chelsea frá 2009 til 2011 en hann starfar nú fyrir Napoli á Ítalíu.
Abramovich er þekktur fyrir það að vera óþolinmóður og fá þjálfarar Chelsea ekki mikinn tíma til að snúa gengi liðsins við.
Rússinn sendi Ancelotti skilaboð eftir leiki og þá sérstaklega þegar hlutirnir gengu ekki upp.
,,Ancelotti sagði við mig að Abramovich myndi senda sér skilaboð, alltaf það sama, sérstaklega þegar illa gekk,“ sagði Fabio Caressa, blaðamaður Sky Sports.
,,Hann sendi honum bara spurningamerki. Carlo, snillingurinn sem hann er, hann svaraði alltaf bara með upphrópunarmerki!“
Það er því ljóst að orð voru óþörf þegar þessir ágætu félagar spjölluðu saman.